Pingdom Check

Beiðni um endurgreiðslu

Ef þú sérð þér ekki fært að nýta bókaðan flugmiða gefst þér kostur á að fá fargjaldið endurgreitt, að heild eða hluta.

Sérstakar reglur um afbókanir og breytingar á flugi vegna COVID-19 veirunnar

Rétturinn til endurgreiðslu fer eftir fargjaldareglum bókaðs miða. Þú gætir einnig átt rétt á endurgreiðslu ef afbókun miða er:

  • Vegna breytinga á áætlunarflugi (meira en 2 tímar)
  • Af læknisfræðilegum orsökum (ef forfallagjald hefur verið greitt hjá Icelandair)

Athugaðu að ef þú vilt fá endurgreiðslu á miða sem keyptur var hjá þriðja aðila, verðurðu að hafa sambandi við þann söluaðila. Áður en þú sendir inn beiðni um endurgreiðslu skaltu kynna þér vel reglur um endurgreiðslu afbókaðra farmiða.

Ekki er hægt að nota þetta eyðublað til að óska eftir endurgreiðslu fyrir flug sem þegar er farið, eða brottfarir sem eru innan 7 daga.