Ef þú ert óviss með ferðalagið þitt, þá getur þú afbókað ferðina og sótt um ferðainneignarnótu.
Þú getur afbókað ferðina og sótt um ferðainneignarnótu.
Ferðainneignarnótur sem eru gefnar út vegna COVID-19:
Ferðainneignarnóta Icelandair er ákveðin tegund endurgreiðslu fyrir þjónustu sem ekki var veitt. Þegar þú samþykkir að taka við endurgreiðslu í formi ferðainneignarnótu, samþykkir þú jafnframt að ferðainneignarnótan sé gild tegund endurgreiðslu og að ekki sé heimilt að bakfæra upprunalegu kortafærsluna.
Að því marki sem slíkt er heimilt samkvæmt lögum, áskilur Icelandair sér rétt til þess að hafna, ógilda, afturkalla eða taka sérstaklega til skoðunar tiltekna ferðainneignarnótu, í þeim tilfellum þar sem hvers kyns ágreiningur hefur komið fram eða þegar að brotið hefur verið gegn þessum skilmálum.
Nauðsynlegt er að umsækjendur uppfylli öll ofangreind skilyrði til þess að eiga rétt á að fá og nota ferðainneignarnótu.