Pingdom Check

Aðstoð fyrir farþega í hjólastól eða með hreyfihömlun

Við viljum veita öllum farþegum þá aðstoð sem þeir þurfa til að gera ferðalagið öruggt og þægilegt bæði í millilanda- og innanlandsflugi.

Óska eftir aðstoð

Það er okkur hjartans mál að tryggja að flugið þitt verði eins þægilegt og mögulegt er. Við viljum því biðja þig um að hafa samband við okkur ef þú ert með skerta hreyfigetu af einhverju tagi og þarfnast sérstakrar aðstoðar á flugvellinum og/eða um borð í vélinni.

Þú getur undirbúið þig undir ferðalagið með því að kynna þér nánar við hverju þú mátt búast á ferðalaginu.