Við viljum veita öllum farþegum þá aðstoð sem þeir þurfa til að gera ferðalagið öruggt og þægilegt bæði í millilanda- og innanlandsflugi.
Það er okkur hjartans mál að tryggja að flugið þitt verði eins þægilegt og mögulegt er. Við viljum því biðja þig um að hafa samband við okkur ef þú ert með skerta hreyfigetu af einhverju tagi og þarfnast sérstakrar aðstoðar á flugvellinum og/eða um borð í vélinni.
Þú getur undirbúið þig undir ferðalagið með því að kynna þér nánar við hverju þú mátt búast á ferðalaginu.
Þjónustan sem við veitum er í samræmi við flokkunarkerfi IATA. Þegar þú bókar flugið þitt, getur verið gagnlegt að hafa kynnt sér þjónustustigin okkar og vita hverju þeirra er óskað eftir:
Athugaðu að ef þú þarft aðstoð við að borða og drekka, við samskipti, lyfjatöku, notkun á salerni eða við að standa upp úr sætinu þínu þarf aðstoðarmaður að vera þér innan handar.
Aðstoðin sem við bjóðum farþegum með hreyfihömlun er ókeypis. Það er í forgangi hjá okkur að flugið þitt verði eins þægilegt og mögulegt er.
Hægt er að óska eftir aðstoð á nokkra vegu:
Við mælum með að farþegar bóki aðstoð að minnsta kosti 48 klukkutímum fyrir áætlaða brottför.
Stærð hjálpartækis
Mál og uppsetning flugvéla takmarkar stærð þeirra hjálpartækja (t.d. hjólastóla, rafskutlur o.þ.h.) sem hægt er að taka með um borð. Þessar stærðir eru útlistaðar hér að neðan, eftir gerð flugvélarinnar sem þú flýgur með.
Gerð flugvélar | Hámarksstærð Hæð x Breidd |
---|---|
757 | 114 x 140 cm |
767 | 340 x 175 cm |
737 MAX | 84 x 122 cm |
DH8-200 | 152 x 127 cm |
DH8-400 | 150 x 130 cm |
Takmarkanir vegna rafhlaðna
Hjálpartæki sem ganga fyrir þurrrafhlöðum og litíumrafhlöðum eru samþykkt um borð í vélinni. Þó eru vissar takmarkanir í gildi:
Hjálpartæki sem ganga fyrir vökvarafhlöðum má aðeins flytja með Icelandair Cargo. Vinsamlega hafðu samband við Icelandair Cargo til að panta flutning.
Athugaðu að slökkva þarf á aðalrofa á öllum hjálpartækjum sem ganga fyrir rafmagni og fjarlægja þarf rafhlöðuna ef mögulegt er.
Stafi og hækjur má hafa með um borð í vélina og hægt er að innrita göngugrindur við innritunarborð eða við brottfararhlið. Farþegar í gifsi þurfa að hafa læknisvottorð með sér, því þeir gætu þurft að framvísa því við öryggisskoðun.
Vinsamlega mættu á flugvöllinn í það minnsta tveimur klukkustundum fyrir áætlaða brottför í millilandaflugi og 45 mínútum fyrir áætlaða brottför í innanlandsflugi. Þannig tryggirðu að þú fáir bestu þjónustu sem völ er á.
Athugaðu að við bjóðum öllum farþegum með hreyfihömlun forgangsinnritun og forgang um borð í vél.
Ferðast með eigin hjólastól eða rafskutlu
Að ferðast með hjólastól í eigu flugvallarins
Athugið að innan Evrópusambandsins er það á ábyrgð flugvallarins að bjóða aðstoð á vellinum. Ef þú þarft frekari aðstoð skaltu kíkja á heimasíðu flugvallarins fyrir nánari upplýsingar um sérstaka aðstoð (t.d. á vef Keflavíkurflugvallar).
Vinsamlega gættu þess að vera komin/n að brottfararhliðinu í síðasta lagi 45 mínútum fyrir flugtak, til þess að fá forgang um borð í vélina. Þegar í vélina er komið, gerir meðlimur áhafnar grein fyrir fyrirkomulaginu á fluginu.
Stundum er vélinni lagt í verulegri fjarlægð frá flugstöðinni. Í þessum tilfellum sjáum við fyrir þrepalausum inngangi í vélina fyrir þá sem ekki geta gengið upp tröppur, í samvinnu við umsjónaraðila flugvallar.
Meðan á fluginu stendur getur áhöfnin okkar aðstoðað þig með:
Ef þú þarft aðstoð við eitthvað af því sem er talið upp hér að ofan, þarf sérstakur aðstoðarmaður að vera með í för.
Frekari upplýsingar
Salerni: það er að minnsta kosti eitt salerni um borð í hverri vél með slám fyrir betra aðgengi. Þú getur beðið flugliðana okkar um borð að vísa þér í rétta átt.
Hjólastóll um borð: Lítill hjólastóll er í öllum vélum Icelandair fyrir millilandaflug. Starfsfólk okkar um borð setur stólinn saman og aðstoðar farþega við að komast um vélina. Farþegar verða þó sjálfir að koma sér í og úr sæti, eða hafa sérstakan aðstoðarmann sér innan handar til þess. Vegna stærðar flugvélanna í flugi innanlands og til/frá Grænlandi, standa hjólastólar því miður ekki til boða um borð í þeim vélum.