Pingdom Check

Þjónustuáætlun fyrir viðskiptavini

Þjónustuáætlun Icelandair fyrir viðskiptavini kemur í kjölfar reglna sem samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett í því skyni að taka á þeim lykilþáttum þjónustu sem hafa mest áhrif á viðskiptavini okkar. Þessi þjónustuáætlun fyrir viðskiptavini er skýrt aðskilin frá og ekki hluti af flutningssamningi Icelandair.

Þjónustuáætluninni fyrir viðskiptavini er ætlað að veita upplýsingar um stefnur, ferli og aðferðir Icelandair við að meðhöndla tiltekna þætti ferða þinna með flugfélaginu, þar á meðal þær undantekningar sem geta orðið á ferðaáætlunum.