Pingdom Check
02/14/2022 | 1:00 PM

Markmið okkar og umhverfisstefna

Við hjá Icelandair erum meðvituð um neikvæð umhverfisáhrif flugs, sérstaklega í sambandi við kolefnislosun. 

Við vinnum markvisst að því að bæta árangur okkar í umhverfismálum og höfum sett okkur skýr markmið í þeim efnum. Við höfum gert ráðstafanir til að minnka kolefnislosun starfseminnar með endurnýjun flotans, umbótum í rekstri og kolefnisjöfnun. Nánari upplýsingar um stefnu okkar í sjálfbærni og umhverfisstefnu félagsins má finna á ensku á vef Icelandair Group.

Icelandair stefnir að kolefnishlutleysi fyrir 2050

Við höfum sett okkur skýr markmið um að minnka kolefnisspor starfseminnar. 

  • Í samræmi við umhverfismarkmið flugiðnaðarins, hyggjumst við ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.
  • Þar að auki höfum við sett okkur markmið um að draga úr kolefnislosun um 50% á tonnkílómetra fyrir árið 2030 miðað við rekstrarárið 2019. Þessi mæling á kolefnislosun tekur mið af farþegafjölda og þyngd á frakt.

Til að ná þessum markmiðum verður ráðist í margs konar aðgerðir, en þar má nefna innleiðingu nýrrar tækni fyrir flugvélar, áframhaldandi umbætur í rekstri, notkun sjálfbærs eldsneytis og kolefnisjöfnun. Því eru Boeing 737 MAX flugvélarnar kærkomin viðbót við flugflotann, en þær nýta minna eldsneyti og minnka þannig kolefnissporið okkar.

Við höfum hafist handa við að móta stefnu og ákvarða vegferð okkar til að ná umhverfismarkmiðum félagsins.

Samstarf okkar við Landsvirkjun

Við gerðum nýlega samkomulag við Landsvirkjun um að taka höndum saman um þróun lausna í orkuskiptum í flugi á Íslandi. Saman ætla fyrirtækin að leggja mat á núverandi stöðu og skilgreina verkefni sem munu stuðla að orkuskiptum í flugi. Sem dæmi mætti nefna verkefni um nýtingu á sjálfbæru eldsneyti, grænu vetni eða rafmagni sem orkubera í flugi á Íslandi. 

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið bindi miklar vonir við að samstarfið skili raunhæfum, sameiginlegum markmiðum. „Óskastaðan er sú að Ísland verði í fararbroddi í orkuskiptum í flugi. Fyrst um sinn er raunhæft að horfa til orkuskipta í innanlandsflugi en við erum í einstakri stöðu hér á landi vegna stuttra flugleiða innanlands og aðgengis að grænni orku.“

Þú getur nálgast meiri upplýsingar á ensku um þetta spennandi samstarf á vefsíðu Icelandair Group.

landsvirkjun_icelandair_hopmynd_b-resized-for-blog.jpg

Frá hægri: Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður á sviði Viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, Laufey Lilja Ágústsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun, Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri sviðsins hjá Landsvirkjun, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og sjálfbærni hjá Icelandair og Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri rekstrar hjá Icelandair.

Annað samstarf

Við erum einnig í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og leitum leiða til að gera flug sjálfbærara. Þetta eru stofnanir á borð við Nordic Initiative for Sustainable Aviation (NISA) og Nordic Network for Electric Aviation (NEA)