Pingdom Check
03/13/2019 | 12:00 AM

Tilkynning Icelandair vegna Boeing 737MAX

Síðast uppfært 5. mars 2021

Okkur hafa borist nokkrar fyrirspurnir um Boeing 737 MAX flugvélarnar. Boeing 737 MAX flugvélarnar hafa nú fengið öryggisvottun og undirbúningur fyrir endurkomu þeirra í flugáætlun okkar árið 2021 er í fullum gangi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins: Boeing 737 MAX vélarnar teknar aftur í notkun.

---

Icelandair Group hefur tekið Boeing 737 MAX flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. 

Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing-737 MAX flugvélar verði ekki komnar í rekstur hjá félaginu sumarið 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun maí. Þessi ákvörðun hefur lítil áhrif á farþega og flugáætlun félagsins á þessu tímabili. Félagið hefur tekið á leigu þrjár Boeing 737-800 flugvélar sem koma í rekstur í vor og ákveðnum fjölda Boeing 757 véla verður haldið lengur í flota félagsins en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Félagið fylgist áfram með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Yfirgripsmikið og vandað ferli, sem stýrt er af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum, stendur nú yfir með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur.

Farþegar sem lenda í áhrifum af kyrrsetningunni fá tilkynningu þess efnis og við mælum með því að farþegar uppfæri bókunarupplýsingar sínar undir „Umsjón með bókun“ með réttu netfangi og símanúmeri, til að þeim berist allar nýjustu upplýsingar.