Pingdom Check
03/13/2019 | 12:00 AM

Tilkynning Icelandair vegna Boeing 737MAX

Síðast uppfært 25. október 2019.

Icelandair Group hefur tekið Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. 

Félagið fylgist náið með þróun mála og vinnur áfram með flugmálayfirvöldum á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum varðandi næstu skref. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá öryggisferla sem félagið fylgir, sem og þjálfun áhafna þess, telur félagið vélarnar öruggar. 

Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka febrúar 2020.

Til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega hefur félagið bætt fimm leiguflugvélum við flota sinn í sumar. Leigusamningar tveggja þessara véla runnu út í lok ágúst og tveggja hinna í lok september en ein vél verður í rekstri hjá félaginu út október. 

Farþegar sem lenda í áhrifum af kyrrsetningunni fá tilkynningu þess efnis og mælum við með að farþegar uppfæri bókunarupplýsingar sínar með réttu netfangi og símanúmeri til að réttar upplýsingar berist. Hægt er að uppfæra bókanir undir „Umsjón með bókun“ á forsíðu Icelandair. 

Við munum gera okkar besta til að koma farþegum á önnur flug eins fljótt og hægt er.