Pingdom Check

Ferðast með hjálpardýr

Hjálparhundinum þínum er velkomið að ferðast að kostnaðarlausu í flugi með þér. Upplýsingar um flutning dýra má finna á Ferðast með dýr í farangursrými síðunni.

Sérþjálfað og vottað hjálpardýr um borð

Hjálpardýr er hundur sem hefur verið þjálfaður sérstaklega til að aðstoða manneskju með sérstakar þarfir. Í flugi Icelandair er leyfilegt að vera með þjónustudýr í farþegarýminu ef það fylgir farþega með fötlun. Dæmi um slík dýr:

  • Leiðsöguhundar
  • Heyrnarhundar 
  • Viðvörunarhundar vegna sykursjúkra
  • Hjálparhundar fyrir fólk með skerta hreyfigetu 
  • Hjálparhundar handa einhverfum

Dýrategundir aðrar en hundar, og hvers konar hjálpardýr sem ekki þjóna því hlutverki sem líst er hér fyrir ofan, er ekki heimilt að flytja í farþegarými. Nánari upplýsingar um flutning dýra má finna á Ferðast með dýr í farangursrými síðunni.