Vertu með í Icelandair Saga Club | Icelandair
Pingdom Check
02/12/2024 | 9:00 AM

Vertu með í Icelandair Saga Club

Flestir hafa heyrt um Saga Club, en kannski átta sig ekki allir á þeim fjölda fríðinda sem fylgir aðild að klúbbnum.

Félagar geta unnið sér inn þrenns konar aðild, Saga Blue, Saga Silver og Saga Gold. Flest fríðindi fylgja því að vera Saga Gold félagi.

Þegar þú skráir þig í klúbbinn er þér úthlutað Saga Club númeri og Saga Club reikningur stofnaður í þínu nafni.

Þú getur skráð þig hér á vefnum eða í Icelandair appinu. Með appinu geta félagar nálgast allar upplýsingar um Saga Club aðildina sína í símanum.

Safnaðu Vildarpunktum daglega

Aðild að Saga Club hefur sannað sig sem verulegur kaupauki.

Félagar safna ekki eingöngu Vildarpunktum með Icelandair, heldur líka þegar þeir skipta við þau fjölmörgu fyrirtæki sem bjóða upp á punktasöfnun, t.d. Olís og Heimkaup.

Helstu viðskiptabankar landsins bjóða svo upp á kreditkort með Vildarpunktasöfnun. Þannig geta punktarnir hrannast upp á skömmum tíma.

Þú getur líka safnað Vildarpunktum erlendis, þegar notuð eru ákveðin kreditkort og verslað við ákveðna samstarfsaðila.

Farþegar geta svo safnað punktum með því að bóka hótelið, bílaleigubílinn eða afþreyingu fyrir ferðina sjálfa gegnum vef eða app Icelandair.

Fjölbreyttar leiðir til að nota Vildarpunkta

Vildarpunkta má nýta upp í þjónustu og vörur hjá Icelandair og samstarfsaðilum.

Það munar um að geta borgað fyrir flugið með punktum og líka fyrir veitingar um borð, betra sæti, þráðlaust net og margt fleira.

Það er líka hægt að bóka pakkaferðir Icelandair með punktum. Gjafabréf Icelandair fást einnig gegn greiðslu Vildarpunkta. 

Með samstarfaðilum geta félagar notað punktana sína fyrir kaup á hótelgistingu, bílaleigubíl, afþreyingu eða gjafakortum.  

Vildarbörn og önnur góð málefni

Vildarbarnasjóður Icelandair tekur vel á móti framlagi í formi Vildarpunkta.

Einnig er hægt að gefa Vildarpunkta til fleiri góðra málefna. Veldu Ýmis gjafakort inni á Saga Club reikningnum þínum til að sjá hvaða málefni er hægt að styrkja.