Láttu Vildarpunktana koma þér á óvart | Icelandair
Pingdom Check

Láttu sumarið koma þér á óvart með Vildarpunktum

Það gæti komið þér skemmtilega á óvart hvar og fyrir hvað þú getur safnað Vildarpunktum. Þú safnar punktum á ótrúlegustu stöðum og í raun nánast hvar sem er með því að nota kreditkort sem bjóða upp á Vildarpunktasöfnun.

Saga Club félagar komast nær draumaferðinni sinni með því einu að setja reikningana á kreditkortið, versla í matinn, taka bensín, greiða fyrir framkvæmdir, sumarverkin eða jafnvel skemmtilegar fjölskyldustundir með kreditkorti sem safnar Vildarpunktum.

Félagar safna einnig punktum í hvert sinn sem flogið er með Icelandair, hvort sem það er innanlands eða út í heim. Saga Club félagar safna punktum fyrir flug allt að 12 mánuði aftur í tímann – þú gætir því átt inni óvænta punkta nú þegar! Mikilvægt er að muna í hvert sinn að setja inn Saga Club númerið við bókun.

Það kemur flestum á óvart hversu stóran hluta næsta ferðalags hægt er að greiða með Vildarpunktum þegar safnað hefur verið í nokkra stund, sumir félagar geta jafnvel borgað ferðina í heild sinni með punktum.

Saga Club félagar geta einnig safnað punktum með samstarfsaðilum líkt og Heimkaup eða Olís og þar skiptir ekki máli hvaða greiðsluleið er notuð. Með fjölbreyttum söfnunarleiðum geta því sumarverkin, kreditkortayfirlitið, innkaupin, bensínið, fjölskyldulífið og framkvæmdirnar komið þér skemmtilega á óvart með söfnun Vildarpunkta.

Kynntu þér allar söfnunarleiðir Vildarpunkta sem eru í boði fyrir félaga í Icelandair Saga Club.

Kreditkortayfirlitið

Láttu kreditkortayfirlitið koma þér á óvart með Vildarpunktum!

Þú getur aukið Vildarpunktasöfnuna þína umtalsvert með því að nota kreditkort sem býður upp á Vildarpunktasöfnun í hvert sinn sem þú greiðir, og einnig með því að setja alla þá reikninga sem hægt er að setja á kreditkortið til dæmis æfingagjöld, rafmagnið, símann, sumarnámskeiðin og margt fleira.

Kreditkort sem bjóða upp á söfnun Vildarpunkta eru mörg og mismunandi og helsti munurinn á kortunum er hversu margir punktar safnast fyrir hverjar 1.000 kr., og einnig hvort söfnun sé í boði aðeins innanlands eða einnig erlendis. Skoðaðu þau kort sem eru í boði og kynntu þér stafræna kortið frá Síminn Pay.

Sumarverkin

Láttu sumarverkin koma þér á óvart með Vildarpunktum!

Þegar hugað er að sumarverkunum er oft margt sem þarf að kaupa til þess að létta sér verkið, til dæmis hekkklippur, olíu á pallinn eða jafnvel garðhanska. Saga Club félagar geta keypt flest til sumarverka til dæmis hjá Heimkaup og safnað þá Vildarpunktum fyrir kaupin. Félagar safna líka punktum þegar greitt er með kreditkorti sem býður upp á söfnun Vildarpunkta. Til þess að safna enn fleirri punktum er sniðugt að tengja kreditkort með punktasöfnun í reikninginn þinn hjá Heimkaup.

Innkaupin

Láttu innkaupin koma þér á óvart með Vildarpunktum!

Það er hægt að safna Vildarpunktum bókstaflega fyrir öll innkaupin, sama hvað þú ert að kaupa eða hvenær, með því að greiða með kreditkorti sem býður upp á punktasöfnun. Þannig getu þú safnað punktum og komist enn nær draumaferðinni þinni bara með því að versla í matinn! Svo geta félagar líka keypt inn hjá Heimkaup og safnað þá punktum óháð greiðsluleið.

Bensínið

Láttu bensínið koma þér á óvart með Vildarpunktum!

Þú safnar Vildarpunktum með því að kaupa bensín og aðrar vörur hjá Olís, alveg óháð því hvernig þú greiðir. Það eina sem þú þarft að gera er að framvísa Saga Club kortinu þínu. Einnig getur þú safnað Vildarpunktum fyrir bensínkaup hvar sem er með því að greiða með kreditkorti sem býður upp á Vildarpunktasöfnun. Með því að tengja kreditkort sem býður upp á punktasöfnun til dæmis við lykilinn hjá Olís þá safnar þú enn fleirri punktum en áður.

Fjölskyldulífið

Láttu fjölskyldulífið koma þér á óvart með Vildarpunktum!

Hugsaðu um allar skemmtilegu fjölskyldustundirnar sem þú gætir átt í sumar, hvort sem það er að fara í ísbíltúr, í sund, kíkja í bíó eða fara í veiðiferð. Í hvert sinn sem þú greiðir fyrir gæðastundir með fjölskyldunni og notar kreditkort sem býður upp á Vildarpunktasöfnun, ertu skrefi nær því að fara með fjölskylduna í draumafríið og gætir greitt stóran hluta með punktum, ef ekki alla ferðina ef söfnun gengur vel.

Framkvæmdirnar

Láttu framkvæmdirnar koma þér á óvart með Vildarpunktum!

Hversu frábært er það að geta fengið óvænta ánægju útúr framkvæmdum eða jafnvel ferð á haugana, með því að greiða fyrir framkvæmdir eða hvað sem gæti tengst því að nostra við heimilið sitt. Með kredtikorti sem býður upp á Vildarpunktasöfnun geturu nælt þér í punkta á ótrúlegustu stöðum.