Sértilboð | Icelandair
Pingdom Check

Tvöföld ánægja til Norður-Ameríku

Tvöfaldir Vildarpunktar og Fríðindastig. Bókaðu fyrir miðnætti 1. september!

Við fögnum því að þann 26. ágúst voru 75 ár liðin frá því að Loftleiðir flaug sitt allra fyrsta flug til Bandaríkjanna frá Íslandi. Í tilefni þess bjóðum við Saga Club félögum tvöfalda Vildarpunkta og tvöföld Fríðindastig.

Bókunartímabil: 31. ágúst og 1. september, 2023

Ferðatímabil: 1. október, 2023 - 30. júní, 2024

Til þess að fá tvöfalda Vildarpunkta og Fríðindastig þarftu að muna eftir að setja Saga Club númerið þitt í bókun og að fluginu loknu færðu Vildarpunktana og Fríðindastigin á Saga Club reikninginn þinn ásamt tvöfölduninni.

Allir áfangastaðir í Bandaríkjunum og Kanada eru í boði á tilboðinu.

Tvöföldunin er boði hvort sem greitt er með Vildarpunktum eða öðrum greiðsluleiðum. Til þess að nota Vildarpunkta upp í greiðslu fyrir flug getur þú annað hvort skráð þig inn á Saga Club reikninginn þinn í þegar þú bókar flug eða á greiðslusíðunni sem kemur upp í lokaskrefi bókunar.

Vildarpunktar og Fríðindastig – hver er munurinn?

Munurinn á Vildarpunktum og Fríðindastigum er sá að Vildarpunktar eru til að nota og Fríðindastig eru til að njóta.

Hægt er að nota punkta til greiðslu fyrir flug og aðrar vörur, svo sem veitingar um borð, þráðlaust net, hótel, bílaleigubíl og margt fleira.

Fríðindastig segja til um hvers konar aðild félagar eru með í Icelandair Saga Club og þá hvers konar fríðinda félagar njóta hjá Icelandair.

Saga Club félagar safna jafnmörgum Vildarpunktum og Fríðindastigum fyrir flug með Icelandair. Hér er hægt að sjá hversu mikið félagar safna fyrir flug með Icelandair.