Breyta / afbóka | Icelandair
Pingdom Check

Ráðstafanir vegna COVID-19

Hér finnur þú upplýsingar um þær ráðstafanir sem við gripum til vegna heimsfaraldursins, ferðatakmarkanir og svör við algengum spurningum.

Hér finnur þú upplýsingar um bókanir sem gerðar voru meðan sérstakir skilmálar voru í gildi vegna COVID-19 faraldursins. Skoðaðu skilmála þess að breyta bókunum eða afbóka þær.

Athugið að aðrir skilmálar gætu átt við um bókanir sem voru gerðar hjá þriðja aðila.

Hægt er að gera breytingar á bókunum á síðunni Bókunin mín - líka þeim sem engir COVID-19 skilmálar eiga við um.

Breyta bókun

Ef þú átt til bókun hjá okkur, er mögulegt að þú getir breytt henni án þess að greiða breytingagjald. 

Þú greiðir ekki breytingagjald ef þú átt:

  • miða í millilandaflug (fargjöld: Economy Standard, Economy Flex, Saga Premium og Saga Premium Flex) með útgáfudag fyrir 1. ágúst 2022.
  • miða í millilandaflug (fargjald: Economy Light) með útgáfudag fyrir 4. apríl 2022.
  • miða í innanlandsflug með útgáfudag fyrir 1. október 2021.

Athugaðu að þú gætir þurft að greiða mismun á upphæð fargjalda.

Breyttu bókuninni hér á vefnum á síðunni Bókunin mín. Þú getur líka notað Icelandair appið til að breyta bókun. Þú finnur appið bæði hjá Google Play og í App Store.

Afbóka flug

Ef plönin þín hafa breyst og þú vilt afbóka miðann þinn:

  • Kannaðu á hvaða fargjaldi miðinn er. Við bjóðum upp á 5 mismunandi fargjöld með mismikil fríðindi og sveigjanleika, sem endurspeglast í verði. Þau sem kaupa miða á Economy Flex eða Saga Premium Flex fargjaldi geta breytt ferðadögum og fengið fargjaldið endurgreitt. Ef þú ert ekki viss um á hvaða fargjaldi miðinn þinn er, getur þú skráð þig inn á síðuna Bókunin mín og fundið upplýsingarnar þar eða skoðað miðann sem þú fékkst sendan með tölvupósti.
  • Athugaðu hvort þú greiddir forfallagjald þegar þú keyptir miðann.
  • Kynntu þér reglur um afbókaða miða og endurgreiðslu.
  • Fylltu út beiðni um endurgreiðslu.

Bókanir í gegnum þriðja aðila eða ferðaskrifstofu / upplýsingar um pakkaferðir

  • Ef þú bókaðir í gegnum þriðja aðila eða ferðaskrifstofu, skaltu hafa samband við útgefanda miðans.
  • Ef þú bókaðir pakkaferð hjá Icelandair, vinsamlega hafðu samband gegnum þetta eyðublað.