Hér útskýrum við skammstafanir og orð eins og API, ESTA, eTA, Schengen o.s.frv.
Hlekkir á frekari upplýsingar og umsóknarsíður er að finna blámerktar í textanum. Frekari upplýsingar um inngönguskilyrði er að finna á síðunni okkar um ferðaskilríki.
Bretland og Kanada krefjast ákveðinna upplýsinga um farþega áður en flogið er af stað til þeirra. Þessar upplýsingar kallast API, sem stendur fyrir Advance Passenger Information eða fyrirfram skráðar upplýsingar um farþega. Upplýsingarnar sem skráðar eru er að finna á persónusíðu vegabréfsins og þeim er safnað við innritun.
Bandaríkin krefjast ákveðinna upplýsinga um farþega áður en flogið er af stað til þeirra. Þessar upplýsingar kallast APIS, sem stendur fyrir Advance Passenger Information System eða kerfi fyrir fyrirfram skráðar upplýsingar um farþega. Meðal upplýsinga sem þarf að skrá eru neyðartengiliður, símanúmer, netfang og dvalarstaður í Bandaríkjunum. Hægt er að skrá APIS upplýsingar fyrirfram í Bókunin mín.
Kanadískt ferðanúmer (CTN) er einstakt númer sem gefið er ferðamönnum sem bera nöfn sem líkjast nöfnum á „No Fly List“ Kanada, hluti af flugöryggiskerfi Kanada. CTN hjálpar til við að koma í veg fyrir óþarfa tafir á flugvellinum með því að greina þessa ferðamenn frá þeim sem eru á listanum, sérstaklega þegar þeir fljúga til, frá eða innan Kanada.
Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að CTN er ekki lögboðið ferðaskilríki og er aðeins til að forðast flugöryggistengdar tafir. Það hjálpar ekki við önnur ferðamál eins og útrunninn eða röng ferðaskilríki, innflytjendamál eða breytingar á ferðagögnum.
DHS TRIP er þjónusta til að hjálpa ferðamönnum að leysa vandamál sem þeir kunna að lenda í þegar þeir ferðast til, frá eða innan Bandaríkjanna. Þar með talin eru vandamál eins og að geta ekki prentað brottfararspjald, að vera neitað um byrðingu eða henni seinkað, verið vísað í aukaskimun í tollinum, að þurfa að leiðrétta fingrafaraskrár, breyta ferðaskrá vegna ofdvalar eða að vera ranglega neitað um ESTA.
Ef þú stendur frammi fyrir einhverju af þessum vandamálum geturðu sótt um aðstoð DHS TRIP. Þegar umsóknin þín hefur verið samþykkt er þér úthlutað Redress númeri. Þetta númer hjálpar til við að fylgjast með fyrirspurn þinni og tryggir rétta meðferð máls þíns.
ESTA er rafræn ferðaheimild til Bandaríkjanna fyrir ríkisborgara landa sem eru undanþegin vegabréfsáritun. Hún er fyrir farþega sem:
Ferðast vegna vinnu eða til skemmtunar
Eru ekki með gilda vegabréfsáritun til landsins
Dvelja skemur en þrjá mánuði
Ferðaheimildin er gild í tvö ár eða þar til vegabréfið sem skráð er á hana rennur út. Þú þarft að sækja um nýja ferðaheimild ef skráð nafn, kyn eða ríkisborgararéttur breytist í vegabréfinu þínu. Það getur tekið allt að 72 tíma að yfirfara umsóknir svo farþegar eru hvattir til að sækja um með góðum fyrirvara.
eTA er rafræn ferðaheimild fyrir ríkisborgara landa sem eru undanþegin kröfu um vegabréfsáritanir sem fljúga til Kanada. Ferðaheimildin er tengd við vegabréfið þitt og gildir í fimm ár eða þar til vegabréfið rennur út. Ef þú endurnýjar vegabréfið þarftu sækja aftur um eTA.
Handhöfum eTA ferðaheimildar er frjálst að heimsækja landið eins oft og þau vilja meðan heimildin gildir, í allt að sex mánuði í senn. Þau sem ekki hafa gilda ferðaheimild geta ekki innritað sig í flug til Kanada. Hægt er að sækja um á netinu.
Frekari upplýsingar um vegabréfsáritanir og undanþágur er að finna á vef kanadísku ríkisstjórnarinnar.
ETIAS er ekki enn starfrækt og því ekki tekið við umsóknum
Frá og með 2024 munu ríkisborgarar landa sem undanþegin eru kröfu um vegabréfsáritanir þurfa að sækja um ETIAS ferðaheimild fyrir brottför til Schengen ríkja sem og Búlgaríu, Kýpur, Rúmeníu og Írlands. ETIAS umsókn er tengd við vegabréfið og gildir í allt að þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út, eftir því hvort gerist fyrr.
Þau sem hafa gilda ETIAS ferðaheimild geta ferðast til og á milli ofangreindra ríkja eins oft og þau vilja og dvelja til skamms tíma, milli 3 til 6 mánaða á hverju 6 mánaða tímabili. Hægt verður að sækja um bæði í gegnum vef ETIAS og ETIAS appið. Gjald verður rukkað fyrir hverja umsókn með nokkrum undantekningum.
Mælt er með að farþegar:
Heimild frá ríki til inngöngu oftast fyrir ríkisborgara lands sem er undanþegið kröfu um vegabréfsáritanir. Dæmi um ferðaheimildir eru ESTA, eTA og ETIAS.
Ferðaskilríki er víðtækt hugtak sem á við um öll skjöl sem farþegi þarf að sýna til að fara úr einu landi og inn í annað samkvæmt reglum viðkomandi ríkja. Undir það falla viðurkennd skilríki, vegabréfsáritanir, ferðaheimildir og ferðagögn. Það er ávallt á ábyrgð farþega að tryggja að öll viðeigandi ferðaskilríki séu til reiðu fyrir þau lönd sem ferðast skal til og í gegnum.
Global Entry er er kerfi bandarískra tolla- og landamærayfirvalda sem veitir hraðari inngöngu inn í Bandaríkin á ákveðnum flugvöllum. Athugið að Icelandair tekur ekki saman upplýsingar fyrir Global Entry.
KTN stendur fyrir Known Traveler Number, lauslega þýtt er það númer þekkts ferðalangs. Það er úthlutað einstaklingum sem eru samþykktir í TSA PreCheck.
Það þarf að skrá númerið í bókun til þess að sérstök merking birtist á brottfararkorti og samþykktir einstaklingar hljóti þau hlunnindi sem þjónustan ber með sér.
Númerið er 9 stafa langt, er blanda af bók- og tölustöfum og byrjar gjarnan á TT.
Norðurlöndin samanstanda af fimm ríkjum: Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noreg og Svíþjóð. Færeyjar og Grænland falla líka þarna undir. Ríkin hafa langa sögu samstarfs, sameiginlegan menningararf og flest sambærileg tungumál. Ríkisborgarar Norðurlandanna njóta sérstakra réttinda t.d. rétt til að flytja, búa, vinna og stunda nám hvar sem er á svæðinu.
Schengen samstarfið er samstarf 27 ríkja sem hafa afnumið vegabréfa- og annars konar landamæraeftirlit á sameiginlegum landamærum sínum.
Í meginatriðum er þetta eins og eitt stórt land þar sem þú getur ferðast um án þess að fara í gegnum landamæraeftirlit í hvert skipti sem þú ferð inn í nýtt land. Hafðu í huga að jafnvel þó að þú getir ferðast innan Schengen ríkjanna án þess að fara í gegnum landamæraeftirlit gætirðu samt þurft að framvísa viðurkenndum skilríkjum ef yfirvöld óska eftir því.
Frekari upplýsingar um Schengen-svæðið má finna á vef Stjórnarráðsins.
Icelandair tekur þátt í TSA PreCheck®. Þau sem skrá sig og eru valin af TSA, fara flýtileið í gegnum öryggisleit á leið úr Bandaríkjunum og gætu sloppið við að þurfa að fara úr skóm, jakka og belti eða fartölvuna úr töskunni. En til þess þarf að skrá KTN númer í bókun með því að hafa samband við þjónustuver.
TSA stendur fyrir Transportation Security Administration. Þau sjá um öryggisgæslu m.a. á flugvöllum Bandaríkjanna. Athugið að tolla- og innflytjendamál falla ekki undir þeirra verksvið, þau falla undir Tolla og landamæraeftirlitið.
Mörg þekkja vegabréfsáritanir undir enska heitinu “visa”. Þær eru leyfi rituð í vegabréf þar sem handhafa er heimilað að ferðast til tiltekins lands. Vegabréfsáritanir eru nauðsynlegar nema ríki hafi gert samning um niðurfellingu eða undanþágu gegn ferðaheimild.