Til hvers þarftu pappaspjald? Rafræni miðinn þinn er allt sem þú þarft til að njóta ferðarinnar með Icelandair.
Þegar flug er bókað á vefnum eða hjá söluaðila Icelandair er farseðillinn ekki lengur prentaður út á pappír. Þess í stað er hann geymdur í bókunarkerfi Icelandair sem rafrænn farseðill eða e-miði.
Þú færð senda kvittun með ferðaáætlun í tölvupósti sem er staðfesting á pöntun þinni. Þú prentar síðan kvittunina út og hefur hana með þér á flugvöllinn ásamt vegabréfi þínu.
Ekki er hægt að gleyma, týna eða stela e-miða. Þegar þú bókar flugið þitt notarðu einfaldlega það form auðkenningar sem þér hentar best - kreditkortanúmer, Icelandair Saga Club-númer, Saga Silver eða Saga Gold kortanúmer - og miðinn vistast inn á bókunarkerfi Icelandair.
Auðkenningar af þessu tagi er aðeins krafist þegar þú bókar flugið þitt á netinu, en hún er ekki nauðsynleg við innritun í flug. Sé þess óskað, geta allir farþegar í bókuninni þinni notað sama kreditkortanúmer eða Icelandair Saga Club-númer sem auðkenningu á e-miðann sinn (til dæmis börn sem ferðast með foreldrum).
Ef þú flýgur frá Norður-Ameríku eða Evrópu, þarftu aðeins að hafa meðferðis vegabréfið, auk staðfestingar á e-miða sem þú fékkst í tölvupósti þegar þú keyptir miðann.