Pingdom Check

Rafrænir miðar

Þegar flug er bókað á vefnum eða hjá söluaðila Icelandair er farseðillinn ekki lengur prentaður út á pappír. Þess í stað er hann geymdur í bókunarkerfi Icelandair sem rafrænn farseðill eða E-miði. Þú færð senda kvittun með ferðaáætlun í tölvupósti sem er staðfesting á pöntun þinni. Þú prentar síðan kvittunina út og hefur hana með þér á flugvöllinn ásamt vegabréfi þínu.

Ekki er hægt að gleyma, týna eða stela E-miða þar sem rafræni farseðillinn er vistaður í bókunarkerfi Icelandair.

Ef farið er frá Keflavík, Kaupmannahöfn, Osló eða Stokkhólmi geta farþegar innritað sig sjálfir með því að nota sjálfsafgreiðslustöð (kiosk).

Við innritun á Heathrow í London (LHR) og í Amsterdam (AMS) skal hafa meðferðis:

  • Staðfestingu á E-miða sem send var í tölvupósti (fyrir alla farþega sem ferðast til Íslands og Bandaríkjanna).
  • Gilt vegabréf.

Athugið: Alltaf verður að sýna útprentaða staðfestingu á ferðaáætlun þegar ferðast er til Bandaríkjanna. Við mælum með því að hafa alltaf útprentaða kvittun fyrir E-miðanum með sér á ferðalögum til Íslands eða Bandaríkjanna.

Athugið að þrátt fyrir þetta er nauðsynlegt að hafa gilt vegabréf meðferðis í millilandaferðum.