Fyrir farþega á leið til eða frá Bretlandi.
Fyrir farþega á leið til eða frá Bretlandi.
Vegna aukinna öryggisráðstafana á flugvöllum í Bretlandi þá hafa verið tekin í notkun tæki sem skanna allan líkama farþega (whole body scanner). Eingöngu lítill hluti farþega verða valdir til skimunar í þessum tækjum. Ef farþegi sem hefur verið valinn neitar að láta skima sig með þessari tækni mun hann ekki fá að fljúga. Myndir sem eru teknar með þessari tækni eru ekki geymdar.
Samkvæmt verklagsreglum breska samgönguráðuneytisins ber rekstraraðilum flugvalla að sýna nærgætni og hafa í huga réttindi farþega þegar valið er í úrtak, ekki má velja farþega eftir kyni, aldri eða kynþætti.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á síðu breska samgönguráðuneytisins.
Tengill: The Department for Transportation information on body scanners