Fyrsta flug Icelandair á Gatwick flugvöll í London | Icelandair
Pingdom Check
10/19/2012 | 12:00 AM

Fyrsta flug Icelandair á Gatwick flugvöll í London

Icelandair hóf í gær áætlunarflug til og frá Gatwick flugvellinum í London. Flogið verður tvisvar í viku, á fimmtudagsmorgnum og sunnudagskvöldum.

Icelandair flýgur tvisvar á dag, þ.e. 14 sinnum á viku, til London Heathrow og mun halda því áfram. "Heathrow er okkar aðalflugvöllur í London og verður það áfram. Vinsældir hans eru hinsvegar miklar í alþjóðaflugi og ekki möguleiki að fá fleiri lendingarleyfi þar. Til þess að bregðast við aukinni eftirspurn ákváðum við að hefja flug á Gatwick", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. "Gatwick mun gefa okkur kost á frekari vexti í London, sem er ekki til staðar á Heathrow, auk þess sem mörg samstarfsfélaga okkar í tengiflugi innan Evrópu og á fjarmörkuðum í Asíu eru öflug á flugvellinum, svo sem British Airways. Þá náum við inn á nýja markaði fyrir tengiflug okkar til Norður-Ameríku með viðkomu á Íslandi."

Tímasetning flugsins á fimmtudögum og sunnudögum hentar vel fyrir helgarferðir, bæði fyrir Breta sem hyggja á Íslandsferð og fyrir Íslendinga á leið til Bretlands.