Hugur í umboðsmönnum Icelandair á fjarlægari mörkuðum | Icelandair
Pingdom Check
09/05/2013 | 12:00 AM

Hugur í umboðsmönnum Icelandair á fjarlægari mörkuðum

Árlegur fundur umboðsaðila Icelandair á "fjarlægari" mörkuðum er haldinn þessa dagana Í Reykjavík.

Icelandair hefur eigin sölu- og markaðsskrifstofur á öllum sínum helstu mörkuðum, t.d. í Bandaríkjunum og Kanada, á Norðurlöndum, Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Þar vinna starfsmenn Icelandair að því að kynna Ísland sem ferðamannastað og þjónusta söluaðila sem selja flugferðir hingað til lands.

Þar að auki hefur Icelandair á sínum snærum umboðsaðila,( General Sales Agents,) í mörgum löndum. Það er sá hópur sem hittist nú til að samræma aðgerðir og hitta íslenska ferðaþjónustuaðila. Á fundinum eru umboðsmenn Icelandair í Taílandi, Hong Kong, Taiwan, Japan, Kína, Ísrael, Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Portugal, Póllandi, Tékkalandi, Ungverjalandi, Ukraínu, Rúmeniu, og Eystrasaltslöndum, .

Á fundinum kom fram að mikill sókn hefur einkennt starfsemina síðustu misserin. “Margir markaðir hafa tekið vel við sér og vaxið jafnvel hraðar en meðalvöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hefur verið.  Það er sóknarhugur í fólkinu, og bjartsýni á að auka megi sölu Íslandsferða á næsta ári. Áhrif efnahagskreppunnar í heiminum hefur víða náð til ferðaþjónustu, en mismikið eftir mörkuðum. Mikill vöxtur hefur verið t.d. frá Asíu og Austur Evrópu,”, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Umboðsmenn Icelandair hafa mikið að segja um vöruþróun á viðkomandi mörkuðum, t.d. um það hvernig eigi að byggja upp ferðir að vetri til svo sem norðurljósaferðir, spa (heilsutengdar) ferðir o.s.frv. og kynna þessa möguleika í viðkomandi löndum.

“Frá þeim mörkuðum þar sem umboðsmennirnir starfa koma tugir þúsunda ferðamanna til landsins á hverju ári og starf þeirra er mjög mikilvægt”, segir Birkir. Mjög mismunandi er frá hverskonar fyrirtækjum þessir einstaklingar koma, sumstaðar er um að ræða lítil fjölskyldufyrirtæki, en á öðrum mörkuðum stór alhliða ferðaþjónustufyrirtæki.

Asíumarkaðirnir t.d. í Kína, Japan, Kóreu og Indlandi eru risastórir, og fjöldi ferðamanna frá þessum löndum til Evrópu er gríðarlegur. Eitt af verkefnunum sem þessi hópur vinnur að er að hvetja þá sem á annað borð eru á leið til Evrópu að bæta Íslandi við í ferðinni.

Á myndinni er hópurinn ásamt fjórum stjórnendum Icelandair, Birki Hólm Guðnasyni, Ársæli Harðarsyni, Marijönu K. Marinósdóttur og Helga Má Björgvinssyni.