Icelandair eykur tíðni og sameinar flug til Manchester og Glasgow | Icelandair
Pingdom Check
07/07/2009 | 12:00 AM

Icelandair eykur tíðni og sameinar flug til Manchester og Glasgow

Icelandair eykur tíðni og sameinar flug til Manchester og Glasgow


Icelandair mun auka tíðni til Manchester og Glasgow á næsta vetri í fjögur flug á viku. Jafnframt verður gerð sú breyting að flug til borganna tveggja verður sameinað og fyrst flogið til Manchester í hverri ferð og síðan höfð viðkoma í Glasgow á leið til Íslands. Á undanförnum árum hefur verið flogið tvisvar í viku til borganna að vetri til. Flug samkvæmt þessari nýju áætlun hefst 25. september næstkomandi.

Flugin verða á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Brottför verður frá Keflavíkuflugvelli kl. 8:00 að morgni, frá Manchester kl. 12.25 og frá Glasgow kl. 14.20. Lent verður á Keflavíkurflugvelli kl. 15.40 eða á svipuðum tíma og önnur Evrópuflug Icelandair.

"Með því að auka tíðnina og fljúga til beggja borga í sömu ferðinni getum í senn aukið þjónustu við viðskiptavini og tryggt hagkvæmni í rekstri. Á undanförnum árum hefur flugið til þessara borga byggst að verulegu leiti á ferðum íslenskra farþega, en vegna gengisþróunar hefur mjög dregið úr utanferðum Íslendinga og við leggjum nú aukna áherslu á erlenda ferðamenn. Með breytingunni nú aukum við sveigjanleika fyrir þá sem eiga erindi til og frá þessum borgum og auk þess tengjum við þessar tvær borgir við Ameríkuflug okkar og getum boðið mjög hagstætt flug t.d. til Seattle og Boston í Bandaríkjunum", segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.

Farþegaþotur Icelandair eru af gerðinni Boeing 757, þær eru búnar nýju afþreyingar og skemmtikerfi, og taka 183 farþega. Icelandair flýgur í sumar til 25 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku.