Icelandair hefur áætlunarflug til Brussel næsta vor. | Icelandair
Pingdom Check
07/20/2009 | 12:00 AM

Icelandair hefur áætlunarflug til Brussel næsta vor.

Icelandair hefur áætlunarflug til Brussel næsta vor.


Icelandair mun hefja beint áætlunarflug til Brussel í júníbyrjun 2010. Gert er ráð fyrir tveimur flugum á viku, á mánudögum og föstudögum.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir flugið til Brussel hafa verið í undirbúningu um nokkurt skeið. "Við höfum í gegnum tíðina oft kannað möguleika á flugi til og frá Brussel, m.a. vegna þess hve mikil viðskipta- og stjórnsýslumiðstöð borgin er. Í vor og sumar höfum við átt viðræður við yfirvöld og væntanlega samstarfsaðila í Brussel. Aukin samgangur milli Íslands og Brussel gefur tilefni og tækifæri til að hefja flugið. Almennir ferðamenn munu þó vissulega bera flugleiðina uppi, bæði þeir sem eru á leið til og frá Íslandi, en einnig þeir sem eru að ferðast milli Brussel og áfangastaða okkar í Bandaríkjunum og Kanada," segir Birkir Hólm

Icelandair flýgur til samtals 25 áfangastaða, 18 í Evrópu og 7 í Norður-Ameríku.