Icelandair með áætlunarflug til Bergen og Stavanger um jól og áramót | Icelandair
Pingdom Check
09/02/2011 | 12:00 AM

Icelandair með áætlunarflug til Bergen og Stavanger um jól og áramót

Icelandair hefur tilkynnt að flogið verður til og frá Bergen og Stavanger í Noregi um næstu jól og áramót. Samkvæmt áætlun verður boðið upp á flug til borganna dagana 21. desember, 28. desember og 4. janúar. Að auki mun mun flug næsta vor til Bergen, Stavanger og Þrándheims hefjast í lok apríl, eða mánuði fyrr en í ár.

Áætlunarflug Icelandair milli Íslands og Noregs hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Icelandair flýgur allt árið til og frá Osló en yfir sumar- og haustmánuði einnig til þessara þriggja borga á vesturströnd Noregs, Bergen, Stavanger og Þrándheims. Flugið hefur verið vinsælt  fyrir bæði Norðmenn og Bandaríkjamenn sem geta nýtt sér tengiflug Icelandair yfir Norður-Atlantshafið til gagnkvæmra heimsókna, fyrir Norðmenn sem hyggja á Íslandsheimsókn, en einnig meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem dvelja á þessum slóðum við nám og störf og fjölskyldur þeirra. Með fluginu nú um jólin og áramótin er Icelandair koma til móts við þarfir allra þessara viðskiptavina.