Icelandair stóreykur umsvif sín á næsta ári | Icelandair
Pingdom Check
10/08/2010 | 12:00 AM

Icelandair stóreykur umsvif sín á næsta ári

  • Eykur flug um 17% milli ára
  • Flýgur til 31 áfangastaðar í áætlunarflugi
  • 183 flug á viku, allt að 9000 farþegar á sólarhring
  • Gerir ráð fyrir yfir 1,7 milljón farþega
  • Aukningin skapar um 200 störf hjá Icelandair, í flugi og flugþjónustu

Icelandair mun auka áætlunarflug sitt á næsta ári um 17%. Eins og greint hefur verið frá verður ferðum fjölgað til nokkurra helstu áfangastaða félagsins, svo sem New York, Boston, Parísar, Frankfurt, Amsterdam, Stokkhólms, Brussel, Seattle, Halifax, Manchester, Glasgow, Þrándheims, Bergen og Helsinki, og jafnframt bætt við áfangastöðunum Washington, Billund, Gautaborg, Hamborg og Alicante. Alls verður flogið til 31 áfangastaðar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Yfir háannatímann mun Icelandair fljúga 183 ferðir á viku, sem þýðir að á Keflavíkurflugvelli verða 26 brottfarir og 26 komur á að meðaltali degi hverjum, með allt að 9000 farþega. Félagið áætlar að verða með 14 Boeing 757 þotur í áætlunarflugi, tveimur fleiri en sumarið 2010.

„Við ætlum að nýta þau vaxtartækifæri sem eru á markaðinum um þessar mundir til þess að auka arðsemi Icelandair. Ef vöxturinn gengur eftir mun ferðamannastraumur til landsins aukast sem mun skila sér í auknum umsvifum í greininni um allt land,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Áætlanir okkar um 15% vöxt nú á árinu 2010 eru að ganga eftir og farþegafjöldi okkar og sætanýting er umfram væntingar, þrátt fyrir það högg sem við urðum fyrir í bókunum í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Starfsfólk félagsins sýndi ótrúlega snerpu og sveigjanleika og tókst að koma félaginu enn sterkara en áður í gegnum þá miklu ógn. Einnig er ánægjulegt að nýir áfangastaðir, Seattle, Brussel og Þrándheimur hafa allir gengið vel og er bætt við flugi á þá á næsta ári. Við erum að vaxa um verulega nú á vetrartímabilinu frá október og fram í mars og leggjum sem fyrr mikla áherslu á að fjölga ferðamönnum utan háannatímann“, segir Birkir.

Icelandair byggir leiðakerfi sitt á staðsetningu landsins mitt á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Með leiðakerfinu er Icelandair unnt að þjóna þremur mörkuðum; heimamarkaðinum á Íslandi, ferðamannamarkaðinum til Íslands og alþjóðlegum flugfarþegum á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári höfum við séð miklar sveiflur í ferðamannamarkaðinum til Íslands. Hann fór mjög vel af stað og bókanir lofuðu góðu, en eldgosið olli að sjálfsögðu miklu uppnámi. Í framhaldi af samstilltu markaðsátaki með stjórnvöldum kom ferðamannasumarið betur út en á horfðist. Heimamarkaðurinn á Íslandi hefur verið að styrkjast á ný og við erum sannfærð um að ferðir Íslendinga til útlanda muni halda áfram að aukast eftir því frá líður hruninu. Þá hefur Icelandair náð mjög góðum árangri að undanförnu á þriðja markaðinum sem félagið starfar á, þ.e. alþjóðamarkaðinum yfir Norður-Atlantshafið, og þar sjáum við tækifæri til að styrkja stöðu okkar enn frekar á næsta sumri“, segir Birkir.

Þessi aukning í framboði félagsins mun skapa um tvö hundruð bein störf í flugi og flugþjónustu Icelandair, auk starfa í almennri ferðaþjónustu. „Við erum að nýta styrk og sveigjanleika síungs 73 ára gamals félags. Við rekum öflugt markaðsstarf bæði hér heima og á mörkuðum okkar erlendis og höfum jafnframt innan okkar raða traust og gott fólk sem annast flugreksturinn. Við vorum fljót að draga saman þegar útlitið var slæmt og nú þegar rekstrarumhverfið er betra erum við fljót að vaxa á ný. Ef þessar áætlanir ganga eftir verður farþegafjöldi okkar á næsta ári hinn lang mesti í sögu félagsins, eða  yfir 1,7 milljón manns“, segir Birkir.

Meðfylgjandi er tafla sem sýnir áfangastaði og fjölda fluga Icelandair í ár og á næsta ári.

 20112010Aukning
Kaupmannahöfn2426-2
London14140
París14113
Osló10100
Stokkhólmur1091
Amsterdam1091
Frankfurt1091
Helsinki752
Brussel422
Billund30nýtt
Gautaborg20nýtt
Hamborg20nýtt
Alicante10nýtt
Bergen541
Þrándheimur321
Stavanger220
Manchester431
Glasgow431
Berlín220
Munchen220
Barcelona330
Madrid110
Mílanó330
Washington40nýtt
New York14104
Boston14104
Seattle651
Minneappolis770
Toronto46-2
Halifax321
Orlando22sep-maí
Flug/viku18315528