Jólapakkarnir fljúga af stað | Icelandair
Pingdom Check
12/30/2008 | 12:00 AM

Jólapakkarnir fljúga af stað

Jólapakkarnir fljúga af stað
Fyrsti bókunardagur Jólapakka Icelandair var 22. desember og virðast margir hafa nýtt sér það forskot að panta ferð til einhvers af 22 áfangastöðum Icelandair.
Það var ekkert skrýtið að margir nýttu sér þau frábæru tilboð sem fólust í pökkunum því þeir voru bæði á hagstæðu verði auk þess sem þeir sem greiddu með Vildarkorti Visa og Icelandair fengu 5.000 punkta í kaupbæti.

Bókun flugs á  jólapakkatilboði fer fram frá 22. desember til og með 23. janúar 2009 sem er síðasti útgáfudagur farseðla á jólafargjaldi. Eftir það gildir gjafabréfið sem inneign og má nota sem greiðslu upp í önnur fargjöld. Ferðatímabilið er til 31. mars.

Annars er gaman að segja frá því að í sumar bætast tveir áfangastaðir við þegar Icelandair hefur flug til Düsseldorf í Þýskalandi og Stavanger í Noregi.