Pingdom Check

Þú velur meira en bara flugfarið með Icelandair

Þægindi og þjónusta eru innifalin í flugmiðanum þegar þú velur að ferðast með okkur. Við viljum að ferðin þín sé ánægjuleg frá bókun til lendingar og aftur heim. Við hlökkum til að sjá þig um borð.

Betri brottfarartímar

Við fljúgum á morgnana, í hádeginu og seinni partinn. Þú getur því valið brottfarartímann sem hentar þér og þínum ferðaplönum best. Þú stýrir einnig lengd ferðarinnar því við fljúgum allt að fjórum sinnum á dag og sjö sinnum í viku til okkar vinsælustu áfangastaða.

Þú getur meira að segja farið út að morgni og komið heim að kvöldi sama dag á nokkrum áfangastaða okkar!

Skoðaðu áfangastaðina okkar og skipuleggðu næsta ferðalag.

Stærsta leiðakerfið

Við erum í samstarfi við flugfélög um allan heim. Það þýðir að fyrir utan þá 55 áfangastaði sem eru í leiðakerfinu okkar árstíðarbundið og allan ársins hring getur þú valið að bóka þig enn lengra, allt í einum og sama miðanum. Nægur tími er ávallt gefinn til millilendingar, en ef bæði flugin þín eru á Icelandair miða og fyrra fluginu þínu seinkar verulega, berum við ábyrgð á seinkuninni og endurbókum þig endurgjaldslaust.

Þú innritar þig aðeins einu sinni í flug og þú getur innritað farangurinn alla leið á lokaáfangastað. Í Bandaríkjunum þurfa farþegar þó að ná í töskurnar við millilendingu, fara með þær gegnum tollskoðun og skila þeim á sérstakt töskubelti fyrir tengiflug. Á leið frá Bandaríkjunum er farangurinn innritaður alla leið á lokaáfangastað.

Við eigum í sérstöku samstarfi við 5 flugfélög sem gerir okkur kleift að bæta flugnúmeri Icelandair (FI) við flug á vegum þessara flugfélaga. Þannig geta viðskipavinir okkar bókað ferð á einum miða, þar sem annar flugleggurinn er á vegum Icelandair og hinn á vegum samstarfsfélags okkar.

Góður ferðafélagi

Appið okkar er tilvalinn ferðafélagi sem fylgir þér í gegnum ferðalagið. Þú getur bókað flugmiða, innritað þig í flugið, bætt við sæti og svo margt fleira. Þú getur einnig sótt brottfararspjaldið þitt og framvísað því með símanum. Appið veitir þér upplýsingar um flugið þitt þegar þú þarft á þeim að halda.

Appið er einnig sérhannað fyrir Saga Club félaga. Þeir geta skoðað Vildarpunktastöðu, notað appið til að borga fyrir vörur um borð með Punktum, skráð Vildarpunkta eftir flug og séð hvaða fríðindi fylgja aðildinni þeirra.

Kynntu þér appið okkar nánar.

Við fljúgum á morgnana, í hádeginu og seinni partinn. Þú getur því valið brottfarartímann sem hentar þér og þínum ferðaplönum best. Þú stýrir einnig lengd ferðarinnar því við fljúgum allt að fjórum sinnum á dag og sjö sinnum í viku til okkar vinsælustu áfangastaða.

Þú getur meira að segja farið út að morgni og komið heim að kvöldi sama dag á nokkrum áfangastaða okkar!

Skoðaðu áfangastaðina okkar og skipuleggðu næsta ferðalag.

,

Við erum í samstarfi við flugfélög um allan heim. Það þýðir að fyrir utan þá 55 áfangastaði sem eru í leiðakerfinu okkar árstíðarbundið og allan ársins hring getur þú valið að bóka þig enn lengra, allt í einum og sama miðanum. Nægur tími er ávallt gefinn til millilendingar, en ef bæði flugin þín eru á Icelandair miða og fyrra fluginu þínu seinkar verulega, berum við ábyrgð á seinkuninni og endurbókum þig endurgjaldslaust.

Þú innritar þig aðeins einu sinni í flug og þú getur innritað farangurinn alla leið á lokaáfangastað. Í Bandaríkjunum þurfa farþegar þó að ná í töskurnar við millilendingu, fara með þær gegnum tollskoðun og skila þeim á sérstakt töskubelti fyrir tengiflug. Á leið frá Bandaríkjunum er farangurinn innritaður alla leið á lokaáfangastað.

Við eigum í sérstöku samstarfi við 5 flugfélög sem gerir okkur kleift að bæta flugnúmeri Icelandair (FI) við flug á vegum þessara flugfélaga. Þannig geta viðskipavinir okkar bókað ferð á einum miða, þar sem annar flugleggurinn er á vegum Icelandair og hinn á vegum samstarfsfélags okkar.

,

Appið okkar er tilvalinn ferðafélagi sem fylgir þér í gegnum ferðalagið. Þú getur bókað flugmiða, innritað þig í flugið, bætt við sæti og svo margt fleira. Þú getur einnig sótt brottfararspjaldið þitt og framvísað því með símanum. Appið veitir þér upplýsingar um flugið þitt þegar þú þarft á þeim að halda.

Appið er einnig sérhannað fyrir Saga Club félaga. Þeir geta skoðað Vildarpunktastöðu, notað appið til að borga fyrir vörur um borð með Punktum, skráð Vildarpunkta eftir flug og séð hvaða fríðindi fylgja aðildinni þeirra.

Kynntu þér appið okkar nánar.

,

Þú missir ekki af neinu þó að þú sért á fleygiferð í háloftunum. Við erum með WiFi um borð svo að þú getur valið að vafra og skrolla, vinna eða hanga. Það er líka USB tengi við hvert sæti þannig þú mætir með raftækin fullhlaðin á áfangastað. Þú getur verið með puttann á púlsinum hvert sem förinni er heitið.

Wi-Fi er aðgengilegt farþegum í Saga Premium þeim að kostnaðarlausu. Farþegar í Economy farrými greiða lítið gjald fyrir Wi-Fi aðgang, sem hægt er að greiða með Vildarpunktum eða greiðlsukorti. Sjá meira um Wi-Fi um borð.

,

Þú getur tekið með þér eina handfarangurstösku og einn hlut til persónulegra nota í öll okkar flug þér að kostnaðarlausu. Miðinn þinn felur einnig í sér farangursheimild fyrir eina til tvær töskur eftir því hvaða farrými þú velur. Ef taka á með skíðin, golfsettið eða gítarinn þá er mjög einfalt að bóka aukafarangur, en þú færð afslátt ef bókað er fyrirfram.

Hér finnurðu allar frekari upplýsingar um hvaða farangursheimild fylgir hverju farrými, takmarkanir á farangri og aukafarangur. Einnig geturðu kynnt þér hvað er hægt að gera ef taska verður fyrir tjóni, týnist, eða ef lausamunir gleymast um borð.

,

Þú getur valið að kaupa sæti með meira plássi fyrir fæturna. Bilið á milli sætanna er þá lengra og þú getur teygt úr fótunum og látið fara virkilega vel um þig. Sætin eru bókanleg fyrir brottför, við innritun eða um borð ef möguleiki er á. Meira fótarými er fyrir alla, háa sem lága.

Það eru litlu hlutirnir sem skipta oft máli, og meira fótarými er eitt af þeim. Lestu þér til um hvar sæti með meira fótarými eru staðsett og hvernig þú bókar þau.

,

Hverju sæti um borð í vélunum okkar fylgir persónulegt afþreyingarkerfi. Skjárinn er í sætisbakinu og í honum getur þú valið þína eigin skemmtun; splunkunýjar eða klassískar kvikmyndir, þáttaraðir, barnaefni og tónlist.

Við leggjum einnig mikið upp úr því að hafa íslenska listamenn í fyrirrúmi svo þú getur notið þess að heyra kunnuglegar raddir eftir langt frí eða á leið þinni út í heim. Svo er einnig gaman að fylgjast með ferðalagi flugvélarinnar í háloftunum.

Mundu að taka með þér heyrnatól (með snúru) til að nýta þér afþreyingarkerfið. Við erum einnig með heyrnartól til sölu um borð. Nánar um afþreyingarkerfið okkar.

,

Já, það má horfa. Okkur er annt um yngstu farþegana okkar og viljum að þau njóti sín í skýjunum. Þau velja sér dót um borð, fá fría hressingu og við lánum þeim heyrnartól svo þau geti horft á teiknimyndir eða dillað sér við tónlist. Svo er aldrei að vita nema að háloftakönnuður framtíðarinnar leynist innra með þeim.

Lestu þér til um þjónustu fyrir yngstu farþegana okkar og fáðu gagnlegar upplýsingar um ferðalög með börnum, eins og hvaða búnað má taka með sér eða um flug á meðgöngu. Skoðaðu líka þjónustuna sem við bjóðum upp á fyrir börn sem ferðast einsömul.

,

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af ljúffengum réttum sem þú getur bætt við þegar þú bókar flugið eða eftir bókun, allt að 24 klukkutímum fyrir flugtak. Meðal þess sem er í boði eru heitir og kaldir réttir, grænmetis- og veganréttir sem og kosher máltíðir.

Þú getur einnig valið léttari rétti af matseðlinum okkar um borð og færð að auki frítt gos, kaffi, te eða vatn. Grænkerar þurfa ekki að örvænta en val er um grænmetis- og veganrétti á öllum flugleggjum.

Skoðaðu úrvalið af veitingum í boði.

,

Þú getur valið að vera félagi í Icelandair Saga Club. Aðildinni fylgja sértilboð og Vildarpunktasöfnun fyrir alla félaga og sérstök fríðindi fyrir þau sem fljúga reglulega í áætlunarflugi og hafa náð Saga Silver og Saga Gold aðild.

Við erum í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki og því geta Saga Club félagar safnað Vildarpunktum í gegnum viðskipti sín, sem síðan er hægt að nýta í að greiða upp í flugferð, mat um borð eða til kaupa á gjafabréfum handa vinum og vandamönnum.

Kynntu þér Saga Club nánar.

Auglýsingarnar

Móðir

Móðirin er ein af þeim sem elskar að hafa það þægilegt. Hún lítur á upplifunina um borð sem byrjun á ferðalaginu, þar sem hún undirbýr hvað hún gerir á áfangastaðnum. Svo þegar heim er komið finnst henni fátt betra en að deila skondnum og skemmtilegum sögum af ferðalögunum með dóttur sinni. Þekkir þú ekki eina svona mömmu?

Dóttir

Þekkir þú ferðalang fullan af ævintýraþrá? Dóttirin er sannkallaður heimskönnuður og ferðast um allar trissur. Hún stekkur í næsta morgunflug á vit ævintýranna en hún veit að hún kemst alltaf aftur heim í fangið á mömmu og segja henni frá öllu sem fyrir augu bar. Minnir dóttirin þig ekki á einhvern í þínu lífi? Eða jafnvel ykkur sjálf?