Við fljúgum á morgnana, í hádeginu og seinni partinn. Þú getur því valið brottfarartímann sem hentar þér og þínum ferðaplönum best. Þú stýrir einnig lengd ferðarinnar því við fljúgum allt að þrisvar á dag og sjö sinnum í viku til okkar vinsælustu áfangastaða.
Við erum í samstarfi við flugfélög um allan heim. Það þýðir að fyrir utan þá 55 áfangastaði sem eru í leiðakerfinu okkar getur þú valið að bóka þig enn lengra, allt í einum og sama miðanum. Þannig getum við fylgt þér ferðina á enda.
Móðirin er ein af þeim sem elskar að hafa það þægilegt. Hún lítur á upplifunina um borð sem byrjun á ferðalaginu, þar sem hún undirbýr hvað hún gerir á áfangastaðnum. Svo þegar heim er komið finnst henni fátt betra en að deila skondnum og skemmtilegum sögum af ferðalögunum með dóttur sinni. Þekkir þú ekki eina svona mömmu?
Þekkir þú ferðalang fullan af ævintýraþrá? Dóttirin er sannkallaður heimskönnuður og ferðast um allar trissur. Hún stekkur í næsta morgunflug á vit ævintýranna en hún veit að hún kemst alltaf aftur heim í fangið á mömmu og segja henni frá öllu sem fyrir augu bar. Minnir dóttirin þig ekki á einhvern í þínu lífi? Eða jafnvel ykkur sjálf?