Flug til Krítar með Icelandair, verð frá

Flug til Krítar á næstu þremur mánuðum

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Gefðu frí um jólin: Vinnur þú 500.000 kr. gjafabréf?

Planaðu ferðalag til Krítar með góðum fyrirvara

kr.
FráReykjavík (KEF)TilKrít (CHQ)Báðar leiðir
/
Economy
15. jún. 2024 - 29. jún. 2024

Frá

116.555 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilKrít (CHQ)Báðar leiðir
/
Economy
30. jún. 2024 - 11. júl. 2024

Frá

129.155 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilKrít (CHQ)Báðar leiðir
/
Economy
24. júl. 2024 - 31. júl. 2024

Frá

138.355 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilKrít (CHQ)Báðar leiðir
/
Economy
01. júl. 2024 - 11. júl. 2024

Frá

141.515 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilKrít (CHQ)Báðar leiðir
/
Economy
26. júl. 2024 - 02. ágú. 2024

Frá

147.455 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilKrít (CHQ)Báðar leiðir
/
Economy
04. júl. 2024 - 13. júl. 2024

Frá

153.765 kr.*
FráReykjavík (KEF)TilKrít (CHQ)Báðar leiðir
/
Economy
20. júl. 2024 - 03. ágú. 2024

Frá

251.603 kr.*

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Ferðalag til Krítar

Krít er syðsta eyja Grikklands og tekur vel á móti ferðalöngum með fallegri náttúru, sólríkum ströndum og ljúffengum mat. Þessi fjallaeyja hefur einstakan karakter sem skilur engan eftir ósnortinn.

Icelandair býður upp á flug frá Keflavík til vinsælu borgarinnar Chania á norðvesturhluta Krítar. Krít er þekkt fyrir notalega veðráttu, ævafornu sögu sem og merkilegar fornminjar. Bókaðu fríið þitt á Krít og njóttu alls þess sem þessi paradísaeyja hefur upp á að bjóða.

Icelandair VITA er einnig með pakkaferðir til Krítar á þessu tímabili. Veldu þægindi og tryggðu þér draumafríið í sólina.

Síbreytilegur menningarheimur

Í gegnum aldirnar hafa margar þjóðir kallað Krít heimili sitt og sú þekktasta er vafalaust mínóíska siðmenningin, frá 3500 fyrir Krist. Margar minjar standa enn uppi frá þessum tíma, frægust er Knossos-höllin sem er staðsett nálægt Heraklíon, stærstu borg Krítar.

Á tímum mínóísku siðmenningarinnar blómstraði Chania, þá kölluð Kydonia, þökk sé náttúrulegu höfninni við borgina. Árþúsundum síðar laðaði höfnin einnig að feneyska kaupmenn, sem settu þann evrópska svip á Chania sem hún er enn þekkt fyrir.

Chania dagsins í dag býður upp á töfraheim fyrir ferðalanga sem vilja ráfa um þröng strætin, fá sér grískt kaffi við sjávarsíðuna og kanna kristaltæran sjóinn sem og heillandi strendurnar. Það jafnast ekkert á við að draga djúpt að sér krítverska andann.

Nærandi upplifun

Það kemur ekki á óvart að heimspekin eigi rætur sínar að rekja til Grikklands. Þessi matarkista gerir landið að paradís fyrir gott líf og djúpþenkjandi hugsanir. Hér færðu ólífur, fíkjur, hunang, ferskjur, tómata, vatnsmelónur, eggaldin, gúrkur, kaktusávexti, óreganó og mintu – þetta er veisla fyrir líkama og sál.

Krít er þekkt fyrir sína einstöku matargerð sem er seðjandi og óhefluð. Leitaðu að taverna og smakkaðu dakos: tvíbaka úr byggi sem er toppuð með ferskum tómötum, feta og ólífum, og nóg af úrvals ólífuolíu. Saganaki er ostur frá Krít sem svipar til halloumi, bestur grillaður þar til hann er gullinn og borðaður með mjúkri, pítu og glasi af ouzo. Gómsætt grískt salat er tilvalið ef þig langar í eitthvað aðeins léttara í magann.

Ef hungrið kallar frekar á eitthvað sætt gæti galaktoboureko uppfyllt óskina. Þetta er sætur búðingur bakaður milli laga af blaðdeigi, sem er svo drekkt í sítrus og kanilsírópi um leið og það kemur úr ofninum.

Hvað er hægt að gera á Krít?

Þjóðvegirnir á eyjunni fögru kalla á góðan rúnt um sveitir Krítar. Við suðurstrandlengjuna eru skemmtileg lítil þorp og óteljandi víkur og vogar þar sem hægt er að stinga sér til sunds. Gullna ströndin á Chrissi-eyju er talin vera ein besta strönd Evrópu og ef þú vilt sækja hana heim fara bátar frá borginni Ierapetra, sem þekkt er fyrir ávaxta- og grænmetisræktun.

Svæðið í kringum Chania býður líka upp á marga spennandi kosti. Stundaðu köfun og kannaðu Chania undir sjávarmáli. Bátar fara frá höfn Chania ef sigling er það sem heillar. Það er einnig gaman að ganga að feneyska vitanum sem byggður var á 16. öld. Balos-ströndin vinsæla er í 90 mínútna akstursfjarlægð vestur af Chania og fyrir göngufólk er 16 km Samaria-gljúfrið á Suður-Krít alveg einstakt.

Fjölda þemagarða er að finna nálægt Heraklíon sem er í 2 tíma fjarlægð frá Chania með bíl eða rútu. Limnoupolis-vatnsgarðurinn er staðsettur nálægt Chania og er vinsæll meðal barna á öllum aldri.